SARA MARÍA – NÝRÁÐIN VERKEFNASTÝRA FYRIRTÆKJALAUSNA

Home / Frettir og tilkynningar / SARA MARÍA – NÝRÁÐIN VERKEFNASTÝRA FYRIRTÆKJALAUSNA

 

MarzenaSara María Karlsdóttir er nýráðin verkefnastýra fyrirtækjaþjónustu og mun sjá um að kynna þjónustu okkar og verkefni. Markmið okkar er að halda áfram að þróa sérhæfðar fræðslulausnir fyrir innflytjendur og nú teljum við kjörið að bjóða þessa þjónustu til fyrirtækja.

Í fararbroddi þeirra fræðslulausna sem Retor sérhæfir sig í að bjóða er íslenskukennsla auk ýmiss konar fræðslu fyrir innflytjendur. Hluti af þeirri þjónustu sem við ætlum að bjóða eru meðal annars þær frábæru fræðslulausnir sem við höfum þróað fyrir Vinnumálastofnun undanfarin ár, s.s. námstækni, atvinnuleit, þjónustulund, sjálfstyrking, samfélagsfræðsla og fyrirtækjarekstur svo eitthvað sé nefnt.

Hægt er að hafa samband með tölvupósti á sara.maria@retor.is eða með því að hafa beint samband í síma 6975524

Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

Related Posts