Retor Fræðsla í sumarfrí

Home / Frettir og tilkynningar / Retor Fræðsla í sumarfrí

Sumarfrí Retor Fræðslu stendur yfir frá 1. júlí -12. ágúst.

Af því tilefni færum við starfsfólki og kennurum sem sinnt hafa þjónustu hjá Retor Fræðslu, kennslutímabilið ágúst 2023-júní 2024 hjartans þakkir fyrir skemmtilegan og gefandi vetur.

Hjartans þakkir fá einnig frábærir nemendur og yndislegir samstarfsaðilar.

Fyrirtæki sem eru í hugleiðingum um íslenskukennslu fyrir starfsfólk geta áfram sent póst á retor@retor.is. Skráning nemenda á almenn námskeið hefst 1. ágúst á www.retor.is, 8220640 eða með pósti á retor@retor.is

Við hlökkum  til að opna dyrnar aftur í Hlíðasmára 8, 201 Kóp í ágúst.

Megi sumarið verða ykkur gjöfult og gleðiríkt.

Kærleikskveðjur, starfsfólk og kennarar Retor!

Related Posts