RETOR OG GAFLARALEIKHÚSIÐ Í SAMSTARF

Home / Frettir og tilkynningar / RETOR OG GAFLARALEIKHÚSIÐ Í SAMSTARF

Bakaraofninn

Það gleður okkur að segja frá því að Retor og Gaflaraleikhúsið eru komin í samstarf.  Samstarfið felst í því að nemendum Retor gefst kostur á því að fara frítt á valdar leiksýningar. Við kynnum þær sýningar sem nemendum okkar stendur til boða hér, á facebook síðu Retor og að sjálfsögðu í skólanum. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir nemendur skólans og fjölskyldur þeirra að kynna sér íslenska leiklist. Við viljum þakka Björk Jakobsdóttur, leikhúss- og leikstjóra í Gaflaraleikhúsinu kærlega fyrir þetta frábæra boð og hlökkum til að fylgja því eftir af krafti.

Að þessu sinni fengum við 50 frímiða fyrir nemendur Retor á Bakaraofninn  – Þar sem matargerð er lyst. Verkið er farsi fyrir alla fjölskylduna og hefur fengið frábærar viðtökur. Sýningin fer fram sunnudaginn 20. september kl.13.00. Fyrir áhugasama þá er einnig hægt að nálgast miða á

midi.is/leikhus/1/8764/Bakaraofninn

Related Posts