Héðinn hf og Retor Fræðsla gera samstarfssamning

Home / Frettir og tilkynningar / Héðinn hf og Retor Fræðsla gera samstarfssamning
samstarfssamningur-vid-hedinn-hf

Frá undirskrift samningsins. Á myndinni eru: Beata Czajkowska verkefnastýra og kennari, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri hjá Héðinn hf og Hjalti Ómarsson framkvæmdastjóri Retor Fræðslu.

Retor Fræðsla og  Héðinn hf skrifuðu nýverið undir samstarfssamning. Markmið samningsins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli í samskiptum erlends starfsfólks við íslenskt starfsfólk og viðskiptavini Héðins. Retor Fræðsla tekur að sér þarfagreiningu, stöðumat og íslenskukennslu ásamt því að sérútbúa starfstengt námsefni til að ná áðurnefndum markmiðum. Hluti af verkefninu er að fá íslenskumælandi starfsfólk Héðins í lið með okkur til að beita íslensku sem leiðandi tungumáli til að leysa hinar ýmsu samskiptaaðstæður sem upp koma á vinnustaðnum. Íslenskumælandi starfsfólk fær kynningu og leiðbeiningar um það hvernig heppilegast er að eiga samskipti við byrjendur í íslensku. Markmiðið er að þátttakendur á íslenskunámskeiðum fái tækifæri til að þjálfa og viðhalda þeirri þekkingu sem þeim áskotnast á námskeiðum meðfram vinnu.

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér glæsilega sögu og starfsemi Héðinn hf  með því að smella hér. Framundan er mjög spennandi verkefni sem við hlökkum til að þróa og vinna með starfsfólki Héðins.

Related Posts