CRI – Carbon Recycling International gerir samstarfssamning við Retor Fræðslu

Home / Frettir og tilkynningar / CRI – Carbon Recycling International gerir samstarfssamning við Retor Fræðslu
CRI mynd

Frá undirskrift samnings. Á myndinni eru: Hjalti Ómarsson framkvæmdastjóri Retor Fræðslu, Vilborg Grétarsdóttir mannauðsstjóri CRI – Carbon Recycling International og Aneta Matuszewska Skólastjóri Retor Fræðslu. Mynd í bakgrunni er af verksmiðju CRI.

Retor Fræðsla og  CRI – Carbon Recycling International skrifuðu nýverið undir samstarfssamning. Markmið samningsins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli í samskiptum erlends starfsfólks við íslenskt starfsfólk og viðskiptavini CRI – Carbon Recycling International. Retor Fræðsla tekur að sér þarfagreiningu, stöðumat og íslenskukennslu til að ná áðurnefndum markmiðum. Hluti af verkefninu er að fá íslenskumælandi starfsfólk CRI – Carbon Recycling International í lið með okkur til að beita íslensku sem leiðandi tungumáli til að leysa hinar ýmsu samskiptaaðstæður sem upp koma í almennum samskiptum. Íslenskumælandi starfsfólk fær kynningu og leiðbeiningar um það hvernig heppilegast er að eiga samskipti við byrjendur í íslensku. Markmiðið er að þátttakendur á íslenskunámskeiðum fái tækifæri til að þjálfa og viðhalda þeirri þekkingu sem þeim áskotnast á námskeiðum meðfram vinnu.

CRI– Carbon Recycling International er tæknifyrirtæki sem framleiðir umhverfisvænt metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi. Umhverfisvænt metanól er framleitt úr koltvísýringi og vetni og með starfsemi sinni stuðlar fyrirtækið að minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda.

Related Posts