Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir bættist við hópinn okkar á dögunum. Hún er 23 ára viðskiptafræðinemi, er upprunalega frá Úkraínu en fluttist til Íslands fyrir 11 árum. Við gefum henni orðið:
„Ég elska að kenna íslensku vegna þess að ég veit hvernig það er að kunna hana ekki og hef því góð ráð til að hjálpa fólki að takast á við þennan áfanga. Áhugamálin mín eru ljósmyndun, ferðalög, tíska og föndur.“
Við bjóðum Viktoríu margvelkomna í hópinn og hlökkum til að fylgjast með henni blómstra í starfi. Þessi frábæra viðbót rímar vel við áherslur Retor Fræðslu um að bjóða einungis íslenskukennslu frá kennurum & leiðbeinendum sem hafa reynslu af því að vera innflytjendur.
Related Posts