Hrafnista og Retor Fræðsla undirrita samstarfssamning

Home / Frettir og tilkynningar / Hrafnista og Retor Fræðsla undirrita samstarfssamning

Á dögunum undirrituðu Hrafnista og Retor Fræðsla samstarfssamning um íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk.

Haustið 2019 hófst þróun samstarfsverkefnis fyrir Hrafnistu. Markmiðið var að stöðumeta, þarfagreina og aðlaga verkefnið að þörfum fyrirtækisins og starfsfólks Hrafnistu.  Samstarfið hefur gengið afskaplega vel og verkefnið dafnað afar vel. Það gladdi okkur því afskaplega mikið þegar við undirrituðum samstarfssamning við Hrafnistu á dögunum.

Hluti af markmiðum samningsins:
„Áhersla er lögð á að íslenskumælandi starfsfólk félagsins styðji við íslenskunám erlendra starfsmanna. Við setjum okkur einnig markmið um að skapa heilnæma nálgun og umræðu um stöðu tungumálsins í þeim tilgangi að bæta almenn samskipti, auka virðingu fyrir ólíkum uppruna ásamt því að stuðla að jákvæðri og sterkri vinnustaðamenningu.“

Við erum stolt af samstarfsaðilum okkar og þakklát fyrir að vera treyst fyrir stórum og spennandi verkefnum eins og því sem er framundan hjá Hrafnistu. Við hlökkum til að halda áfram að búa til metnaðarfull verkefni í fullorðinsfræðslu fyrir innflytjendur og færum bráðlega fleiri fréttir af nýjum verkefnum.

Related Posts