Marzena á 10 ára starfsafmæli hjá Retor Fræðslu

Home / Frettir og tilkynningar / Marzena á 10 ára starfsafmæli hjá Retor Fræðslu

Hún Marzena okkar á 10 ára starfsafmæli hjá Retor Fræðslu um þessar mundir. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá sér Marzena um nemendabókhaldið, skrifstofustjórnun, símsvörun, skráningar, bókbindingar, útprentun og svona um það bil milljón aðra mikilvæga og ómissandi skipulagsþætti í daglegu amstri.

Okkur er óhætt að lýsa Marzenu sem blöndu af algjörum klett og gullmola. Hún er frábær lykilstjórnandi og fullkomlega ómissandi hluti af Retor teyminu.

Við erum svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa haft þig með okkur í allan þennan tíma Marzena og hlökkum til að halda áfram að eiga góðar stundir og gott samstarf 🥳😍

Innilegar hamingjuóskir með áfangann Marzena 😊

Related Posts