Yfirlýsing frá Retor Fræðslu vegna samkomubanns

Home / Frettir og tilkynningar / Yfirlýsing frá Retor Fræðslu vegna samkomubanns

Stjórnvöld hafa sett á samkomubann fyrir 100 einstaklinga eða fleiri frá 16. Mars – 13. Apríl.

Menntamálaráðuneyti hefur í framhaldi af því ákveðið að allir háskólar og framhaldsskólar loki á umræddu tímabili.

 

Hvað þýðir þetta fyrir Retor Fræðslu?

 

Retor Fræðsla er framhaldsfræðsluaðili. Engin skýr tilmæli hafa verið gefin út varðandi starfsemi okkar.

Eftir að hafa rýnt í þær reglur sem nú eru í gildi og borið þær undir viðbragðsaðila er niðurstaðan eftirfarandi:

 

Mánudaginn 16. mars höldum við áfram með starfsemina. Áfram verður lögð áhersla á að fylgja nýjustu tilmælum yfirvalda hverju sinni. Í fyrirtækjaþjónustu eru hóparnir langt undir viðmiðum samkomubanns. Hópastærðir eru 15 einstaklingar eða færri. Við höldum áfram að fara að fyrirmælum en leggjum enn meiri áherslu á hreinlæti. Á starfsstöð okkar í Hlíðarsmára 8 erum við með 5 fullbúnar stofur í tæplega 400 fm húsnæði. Hámarksfjöldi þátttakenda er aldrei meiri en 75 hverju sinni . Með starfsmönnum eru aldrei fleiri en 85 að hámarki í húsnæðinu á sama tíma. Við ítrekum við nemendur að vera ábyrgir og fylgja tilmælum yfirvaldai ef grunur er um smit eða tengingar við smit.

 

Þangað til skýrari tilmæli berast frá stjórnvöldum höldum við áfram að bjóða þjónustu ásamt góðu aðgengi að hreinlætisvörum.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku.

Related Posts