Samstarfssamningur Retor Fræðslu við Brúnegg

Home / Frettir og tilkynningar / Samstarfssamningur Retor Fræðslu við Brúnegg
brunegg-1

Á myndinni eru Björn Jónsson og Herdís Þórðardóttir eigendur Brúnegg og Beata Czajkowska verkefnastýra fyrirtækjalausna ásamt Hjalta Ómarssyni framkvæmdastjóra Retor Fræðslu

Á dögunum skrifuðum við undir samstarfssamning við Brúnegg um íslenskukennslu á vinnustað þeirra. Það er okkur ákaflega mikið gleðiefni að fá þetta fyrirmyndarfyrirtæki sem samstarfsaðila Retor Fræðslu.

Við hvetjum fólk eindregið til þess að kynna sér heimasíðu þeirra með því að smella hér .

Markmið samstarfsins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustað þeirra og auka skilvirkni í samskiptum erlends starfsafls við starfsfólk og viðskiptavini.

Að sama skapi er Brúnegg að stuðla að því að erlent starfsafl þeirra eigi auðveldar með að aðlaga sig að nærsamfélagi sínu á Kjalarnesi. Með þessu skrefi er Brúnegg án nokkurs vafa að skipa sér í hóp meðal fyrirmyndarfyrirtækja. Við erum ákaflega ánægð með samstarfssamninginn og hlökkum til að sérsníða íslenskulausnir í bland við starfstengt nám fyrir erlenda starfsfólkið þeirra.

Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr varðandi fyrirtækjalausnir Retor Fræðslu og hvetjum fólk til að fylgjast með fyrirmyndarfyrirtækjunum sem bætast í samstarfshópinn okkar á næstu misserum.

 

Related Posts