Retor Fræðsla aðalstyrktaraðili Íþróttafélagsins Stálúlfs

Home / Frettir og tilkynningar / Retor Fræðsla aðalstyrktaraðili Íþróttafélagsins Stálúlfs
Stálúlfur og Retor Fræðsla

Á myndinni eru Algirdas Slapikas formaður Stálúlfs og Hjalti Ómarsson Framkvæmdastjóri Retor Fræðslu.

Það gleður okkur mikið að segja frá því að Retor Fræðsla og Íþróttafélagið Stálúlfur endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sinn og verður Retor Fræðsla aðalstyrktaraðili félagsins næstu 3 árin. Retor Fræðsla hefur styrkt Stálúlf frá 2011 en félagið var stofnað af litháískum innflytjendum árið 2010.

Markmið samstarfsins er að stuðla að því að ná fram megintilgangi félagsins sem er að skapa vettvang fyrir íþróttamenn af erlendum og íslenskum uppruna, hvetja til heilbrigðra lífshátta, efla sjálfsmynd og aðstoða innflytjendur að aðlagast íslensku samfélagi. Í þeim tilgangi veitir Retor Fræðsla erlendum lekmönnum félagsins íslenskukennslu að kostnaðarlausu.

Við erum afar þakklát fyrir að geta tekið þátt í samfélagslegum verkefnum og stefnum að því að koma að uppbyggingu á öðrum verkefnum sem stuðla að jákvæðri umræðu og aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi.

 

Related Posts