Retor Fræðsla í fjarkennslu út árið 2020

Home / Frettir og tilkynningar / Retor Fræðsla í fjarkennslu út árið 2020
Ný og jafnframt síðustu almennu námskeið ársins hjá Retor Fræðslu standa frá 2. nóvember – 3. desember næstkomandi.  Atvinnuleitendur eiga áfram rétt á einu fríu námskeiði per einstakling, per önn. Við hvetjum alla sem eiga rétt á því, til þess að nýta það.

Við höfum tekið ákvörðun um að bjóða einungis uppá fjarnám út kennsluárið 2020. Með þessu viljum við setja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks í fyrsta sæti. Með þessu viljum við einnig eyða óvissu þátttakenda um hvernig námskeiðum verður háttað á næstu vikum. Skýr skilaboð. Skýr stefna. Gott samræmi. Ekkert hik.
Það er margt sem liggur að baki þessari ákvörðun, 2 metra reglan og óskýr fyrirmæli frá stjórnvöldum til framhaldsfræðslunnar spilar þar stórt hlutverk. En við erum að gera okkar allra besta í aðstæðum þar sem flækjustig er bæði hátt og fjölbreytt.

Við hlökkum til að hefja staðbundna þjónustu aftur á nýju ári 🙏😀 þetta kemur allt!

Hér er hægt að sjá spjöld yfir síðustu almennu námskeið ársins.
Vinsamlegast hafið samband á retor@retor.is ef þið hafið fyrirspurnir um almenn námskeið.

Haustönn lýkur formlega 9. Des.

Related Posts