Frábær skráning á íslenskunámskeið

Home / Frettir og tilkynningar / Frábær skráning á íslenskunámskeið

Við höfum fengið ótrúleg viðbrögð undanfarna daga og eigum örfá sæti laus á eftirfarandi námskeið í staðbundnu íslenskunámi fyrir pólskumælandi:

Íslenska stig 3 milli 13:00-15:00
Íslenska stig 1 milli 19:30-21:30

80% af námskeiðunum sem við auglýstum fyrir helgi eru uppbókuð. Á 4-5 dögum hafa í heildina um 100 einstaklingar í atvinnuleit skráð sig á íslenskunámskeið með 100% styrk frá Vinnumálastofnun.

Það er greinilega mikill áhugi á íslenskunni og ljóst að við þurfum að vera á tánum, skipuleggja fleiri námskeið, finna fleiri pláss.

Við hvetjum ykkur til að halda áfram að hafa samband, við svörum öllum, skráum á biðlista og gerum okkar besta til að skipuleggja fleiri námskeið fyrir ykkur á næstunni.

Related Posts