Mjólkursamsalan og Retor Fræðsla í samstarf

Home / Frettir og tilkynningar / Mjólkursamsalan og Retor Fræðsla í samstarf

Á myndinni eru Hjalti Ómarsson framkvæmdastjóri Retor Fræðslu, Inga Guðrún Birgisdóttir mannauðsstjóri MS og Steinunn Þórhallsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar.

Á dögunum gerði Mjólkursamsalan samstarfssamning við Retor Fræðslu. Markmið samningsins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli hjá Mjólkursamsölunni.

Í því skyni mun Retor Fræðsla í samstarfi við Mjólkursamsöluna stuðla að uppbyggingu og stefnumótunarvinnu í tengslum við að gera íslensku að leiðandi tungumáli á starfsstöðum Mjólkursamsölunnar. Retor Fræðsla tekur að sér að stöðumeta erlent starfsafl, sérútbúa starfstengt námsefni og skipuleggja íslenskukennslu til að ná áðurnefndum markmiðum. Að 60 kennslustunda námskeiðum loknum skilum við af okkur umsögnum um þátttakendur og sýnum framfarir nemenda með tölfræði. Markmiðið er að veita þátttakendum og vinnuveitendum upplýsingar um hvernig hámarka megi árangur á íslenskunámskeiðum.

Mjólkursamsalan er eitt af glæsilegustu fyrirtækjum landsins. Það er þar af leiðandi mikill heiður fyrir okkur að vera falið að fylgja þessu metnaðarfulla verkefni eftir með þeim. MS hefur lengi verið í fararbroddi hérlendis þegar kemur að því að hugsa vel um íslenskuna. Það er því svo sannarlega við hæfi að það sé yfirlýst markmið fyrirtækisins að íslenska verði leiðandi samskiptamáti á vinnustöðum þess í framtíðinni. Við hlökkum til að fylgja verkefninu eftir og búumst að venju við því að geta skilað árangri á næstu 12 mánuðum.

Related Posts