Hraðnámskeið í íslensku fyrir innflytjendur

Home / Frettir og tilkynningar / Hraðnámskeið í íslensku fyrir innflytjendur
Dominika fékk þessa glæsilegu gjafakörfu óvænt frá hópnum að námskeiði loknu

Dominika fékk þessa glæsilegu gjafakörfu óvænt frá hópnum að námskeiði loknu

Við höfum lengi spáð í að útfæra vinsælu 5 vikna dagnámskeiðin okkar fyrir kvöldhópa. Eftirspurnin eftir hraðnámskeiðum í íslensku fyrir innflytjendur á kvöldin hefur alltaf verið til staðar en áhuginn á þeim jókst umtalsvert fyrir áramót og því slógum við til og skipulögðum eitt slíkt. Dominika Majewska fékk það hlutverk að kenna fyrsta kvöldhraðnámskeið Retor en námskeiðinu lauk í síðustu viku. Hraðnámskeiðin eru 60 kennslustundir eins og öll okkar íslenskunámskeið.

Hraðnámskeið Dominika

Eldhressir nemendur ásamt Dominiku

Hópurinn var þétt skipaður og stóð sig gríðarlega vel, nokkrir af nemendum hennar voru til í létta mynd og gáfu henni svo þessa flottu gjafakörfu í lok námskeiðsins. Við óskum henni og nemendum hennar til hamingju og hlökkum til að halda áfram að þróa 5 vikna kvöldhraðnámskeiðin okkar í takt við þarfir og óskir nemenda. Kvöldhraðnámskeiðin eru sannarlega komin til að vera.

Við hvetjum forvitna til að hafa samband við okkur á facebook síðu Retor eða með tölvupósti á retor@retor.is

Related Posts