Þessi glæsilegi hópur kláraði nýverið hjá okkur námskeið í fyrirtækjarekstri. Markmið námskeiðsins er að gefa innflytjendum færi á að kynna sér íslenskan markað og greina þau tækifæri sem til staðar eru í rekstri á Íslandi. Jafnframt er farið yfir skattamál en sérstök áhersla er lögð á að veita hagnýtar upplýsingar varðandi stofnun og rekstur lítils fyrirtækis.
Námskeiðið er m.ö.o. frábær undirbúningur fyrir innflytjendur með viðskiptahugmynd.
Á myndinni er Beata Czajkowska ásamt nemendum sínum, en Beata er viðskiptafræðimenntuð.
Við óskum þátttakendum til hamingju með vel heppnað námskeið 🙂
Related Posts