Icelandair Hotels og Retor Fræðsla í samstarf – Íslenska verður leiðandi tungumál

Home / Frettir og tilkynningar / Icelandair Hotels og Retor Fræðsla í samstarf – Íslenska verður leiðandi tungumál

Á myndinni eru frá vinstri: Beata Czajkowska, verkefnastjóri fyrirtækjalausna Retor Fræðslu, Aneta Matuszewska skólastjóri Retor Fræðslu, Alma Hannesdóttir Fræðslustjóri Icelandair Hotels, Erla Ósk Ásgeirsdóttir forstöðumaður starfsmanna-og gæðasviðs Icelandair Hotels og Hjalti Ómarsson framkvæmdastjóri Retor Fræðslu

Við kynnum Icelandair Hotels með stolti sem nýjasta samstarfsaðila Retor Fræðslu. 

Markmið samningsins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli í fyrirtækinu og auka gæði samskipta starfsmanna og viðskiptavina ásamt því að leggja grunninn að því að erlent starfsfólk fyrirtækisins komist fyrr inn í íslenskt samfélag. Verkefnið fellur vel að fyrirtækjamenningu Icelandair hótela sem leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sanna íslenska upplifun á meðan á dvöl þeirra stendur.

Retor fræðsla mun í samstarfi við Icelandair hótel stuðla að því að gera íslensku að leiðandi tungumáli á hótelunum, með því að taka að sér stöðumat, þarfagreiningu, kynningu á verkefninu og íslenskukennslu til að mæta þörfum starfsmanna. Sérstök áhersla verður lögð á að íslenskir starfsmenn félagsins styðji við íslenskunám erlendra starfsmanna.

Frá kynningu verkefnisins fyrir starfsfólki og stjórnendum Reykjavík Natura

Icelandair hótel Reykjavík Natura mun verða fyrsta hótelið hjá félaginu til að hefja samstarfsverkefnið.

Retor fræðsla fagnar því að Icelandair hótel taki þetta skref að gera íslensku að leiðandi tungumáli á sínum vinnustað sem er öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar og eftirbreytni.

Um er að ræða gríðarlega viðurkenningu fyrir Retor enda hótel keðjan þekkt fyrir að bjóða framúrskarandi fræðslulausnir fyrir starfsfólk sitt. Við erum vitanlega í skýjunum og hlökkum til að þróa lausnina með Icelandair Hotels

Related Posts