Hagkaup og Krispy Kreme gera samstarfssamning við Retor Fræðslu

Home / Frettir og tilkynningar / Hagkaup og Krispy Kreme gera samstarfssamning við Retor Fræðslu

Á myndinni eru Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu, Beata Czajkowska verkefnastýra Retor Fræðslu, Arndís Arnarsdóttir starfsmannastjóri Hagkaup, Viðar Brink Kristjánsson, rekstrarstjóri Krispy Kreme og Jón Halldór Brink verslunarstjóri Krispy Kreme.

Við kynnum með stolti glæsilegan samstarfssamning við Hagkaup og Krispy Kreme. Markmið samningssins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli í samskiptum milli starfsfólks, stjórnenda og viðskiptavina.

Í því skyni mun Retor Fræðsla í samstarfi við Hagkaup stuðla að uppbyggingu og stefnumótunarvinnu í tengslum við að gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustað Hagkaup og Krispy Kreme. Retor Fræðsla tekur að sér að stöðumeta erlent starfsafl, sérútbúa starfstengt námsefni og skipuleggja íslenskukennslu til að ná áðurnefndum markmiðum. Að 60 kennslustunda námskeiðum loknum skilum við af okkur umsögnum um þátttakendur og sýnum framfarir nemenda með tölfræði. Markmiðið er að veita þátttakendum og vinnuveitendum upplýsingar um hvernig hámarka megi árangur á íslenskunámskeiðum.

Hagkaup þarf vafalítið ekki að kynna en um er að ræða eina af glæsilegustu verslunum landsins. Við hlökkum þar af leiðandi til að vinna að uppbyggingu og þróun verkefnisins með þessum glæsilegu fyrirmyndarfyrirtækjum. Samningurinn við Hagkaup er sannarlega sterkur meðbyr í seglin.

Related Posts