Dominos Pizza gerir samstarfssamning við Retor Fræðslu

Home / Frettir og tilkynningar / Dominos Pizza gerir samstarfssamning við Retor Fræðslu

Á myndinni eru Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu, Beata Czajkowska verkefnastýra Retor Fræðslu, Snorri Jónsson, mannauðsstjóri Dominos, Vilborg Lárusdóttir, mannauðssérfræðingur Dominos og Ástvaldur Einar Jónsson verslunarstjóri Lóuhólum

Við kynnum með miklu stolti nýjasta samstarfsaðila Retor Fræðslu. Dominos Pizza á Íslandi bættist á dögunum í hóp glæsilegra fyrirtækja sem gert hafa samning við Retor um að gera íslensku að leiðandi tungumáli í samskiptum milli starfsfólks, stjórnenda og viðskiptavina.

Í því skyni mun Retor Fræðsla í samstarfi við Dominos stuðla að uppbyggingu og stefnumótunarvinnu í tengslum við að gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustað Dominos. Retor Fræðsla tekur að sér að stöðumeta erlent starfsafl, sérútbúa starfstengt námsefni og skipuleggja íslenskukennslu til að ná áðurnefndum markmiðum. Að 60 kennslustunda námskeiðum loknum skilum við af okkur umsögnum um þátttakendur og sýnum framfarir nemenda með tölfræði. Markmiðið er að veita þátttakendum og vinnuveitendum upplýsingar um hvernig hámarka megi árangur á íslenskunámskeiðum.

Dominos rekur skýra og glæsilega starfsmannastefnu. Helstu markmið hennar eru að hafa ánægt, duglegt og vel þjálfað starfsfólk í aðlaðandi starfsumhverfi. Forsvarsmönnum Dominos er aukinheldur umhugað um að skapa starfsmönnum aðstöðu til að eflast og þroskast í starfi. Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Dominos er liður í því að skapa umrætt starfsumhverfi.

Við erum gríðarlega spennt fyrir því að þjónusta þetta glæsilega fyrirmyndarfyrirtæki.

Related Posts