Tímamót hjá Retor Fræðslu

Home / Frettir og tilkynningar / Tímamót hjá Retor Fræðslu

Undanfarnir 6 mánuðir hafa framkallað gríðarlega krefjandi verkefni. Áður óþekkt úrlausnarefni hafa krafist þess að við hugsum út fyrir þægindarammann og að framkvæmd verkefna sé hröð. Við ímyndum okkur að þetta sé eitthvað sem margir tengi við. Synda eða sökkva!

Á undarlegan hátt leitar á okkur ákveðið þakklæti. Þessar erfiðu aðstæður hafa gert okkur kleyft að þróa nýjar lausnir, skapa nýjar hugmyndir sem eru ört fjölgandi hópi innflytjenda og íslenska tungumálinu nauðsynlegar til þess að lifa af í flóknu umhverfi nútíma samskipta. Framundan er tímabil þar sem við ætlum okkur í löngu tímabæran nýsköpunarleiðangur. Stórt og metnaðarfullt verkefni sem okkur hlakkar til að vinna með samstarfsaðilum okkar.

Á komandi kennsluvetri bjóðum við uppá staðbundið nám, fjarnám, rafræna kennslu í fjölbreyttu formi og jafnvel blöndu af því ef upp koma atvik í tengslum við 14 daga sóttkví. Við erum reiðubúin að takast á við hvaða frávik í kennslu sem upp geta komið, án þess að verulegt hökt þurfi að verða á þjónustunni. Fyrir liggja skýr tilmæli frá stjórnvöldum sem koma til með að gagnast okkur við ólíkar aðstæður.

Við erum full af orku og hugmyndum fyrir komandi kennslutímabil. Heyriði endilega í okkur ef áhugi er fyrir frekari upplýsingum og mögulegu samstarfi. Stillum upp fundi og finnum lausnir saman.

Related Posts