Á dögunum gerðu Retor Fræðsla og ÁTVR samstarfssamning um íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk félagsins. Markmið samningsins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli í samskiptum við erlent starfsfólk ásamt því að auka gæði samskipta starfsmanna og viðskiptavina og leggja þannig grunninn að því að erlent starfsfólk fyrirtækisins komist fyrr inn í íslenskt samfélag.
Retor Fræðsla mun í samstarfi við Vínbúðina stuðla að því að gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustaðnum. Til að ná því markmiði tekur starfsfólk Retor að sér stöðumat, þarfagreiningu, kynningu á verkefninu og íslenskukennslu til að mæta þörfum starfsmanna og Vínbúðarinnar. Sérstök áhersla verður lögð á að íslenskir starfsmenn félagsins styðji við íslenskunám erlendra starfsmanna.
Retor Fræðsla fagnar því að sjá enn eitt stórfyrirtækið bjóða erlendu starfsfólki skýra stefnu varðandi íslenskuna. Vínbúðin er leiðandi vinnustaður í því að gera íslensku að leiðandi tungumáli og er öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Við fögnum því og hlökkum til samstarfsins með ÁTVR.