Retor Fræðsla og Subway á Íslandi skrifuðu á dögunum undir 2 ára samstarfssamning. Markmið samningssins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli í samskiptum erlends starfsfólks við samstarfsfólk, millistjórnendur og viðskiptavini Subway á Íslandi. Retor Fræðsla tekur að sér þarfagreiningu, stöðumat og íslenskukennslu ásamt því að sérútbúa starfstengt námsefni til að ná áðurnefndum markmiðum.
Subway þarf ekki að kynna fyrir neinum en um er að ræða stærstu veitingakeðju í heimi. Hjá Subway á Íslandi starfa að jafnaði milli 50-60 erlendir starfsmenn á 23 veitingastöðum um land allt. Subway er þekkt fyrir frábært fræðslustarf fyrir starfsfólk sitt, það er því sérstök ánægja fyrir Retor Fræðslu að fá að takast á við þetta metnaðarfulla og flotta verkefni með Subway.