Retor Tungumálaskóli verður hér eftir Retor Fræðsla

Home / Frettir og tilkynningar / Retor Tungumálaskóli verður hér eftir Retor Fræðsla

Retor Tungumálaskóli verður hér eftir Retor Fræðsla. Hér er einungis um breytingu á skýringarheiti að ræða og við höldum vitaskuld áfram að vera Retor sf kt. 440708-2340 eftir sem áður.

Þetta er eitthvað sem við höfum gengið með í kollinum nokkuð lengi og  okkur þótti rétti tíminn til breytingar á þessu runninn upp. Retor hefur starfað sem fræðsluaðili frá 2008 og ávallt notast við skýringarheitið tungumálaskóli. Í byrjun passaði þetta skýringarheiti vel fyrir okkar starfsemi enda var tungumálakennsla stærsti hluti af starfsemi okkar.

Undanfarin ár höfum við hinsvegar þróað fjölbreytt námskeið sem standa utan tungumálakennslunnar og því höfum við lengi unnið að því að finna skýringarheiti sem hentar starfsemi okkar. Fræðsla – er að okkar mati einfalt og skýrt orð sem lýsir starfsemi okkar vel.  Til fróðleiks þá er Retor stytting á latínska orðinu rhetoris sem í stuttu máli væri hægt að þýða sem framburðarkennari.

Við vonum að viðskiptavinir okkar taki vel í þessa smávægilegu breytingu 🙂

Related Posts