Retor Fræðsla og Hýsing í samstarf

Home / Frettir og tilkynningar / Retor Fræðsla og Hýsing í samstarf
Samstarfssamningur

Á myndinni eru Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri Hýsingar, Sara María Karlsdóttir verkefnastýra fyrirtækjalausna Retor og Þórdís Arnardóttir rekstrarstjóri Hýsingar.

Retor Fræðsla og Hýsing Vöruhús gerðu á dögunum samstarfssamning um íslenskukennslu fyrir erlent starfsafl Hýsingar.

Það er sameiginlegt markmið Retor og Hýsingar að bæta samskipti erlends starfsafls á vinnustað Hýsingar með skipulögðu íslenskunámi fyrir fullorðna innflytjendur. Í því skyni tekur Retor að sér stöðumat, þarfagreiningu og íslenskukennslu til að mæta þörfum um bætt samskipti á vinnustað Hýsingar yfir umrætt tímabil.

Öll íslenskunámskeið eru 60 kennslustundir og fylgja námskrá Menntamálaráðuneytis í íslensku fyrir útlendinga. Íslenskunámið fer fram mánudaga-fimmtudaga á vinnutíma og stendur yfir í 10 vikur.

Við bjóðum Hýsingu velkomin í hóp fyrirmyndafyrirtækja þegar kemur að símenntun og fræðslu fyrir erlent starfsafl.

Related Posts