Innflytjendur eiga að læra íslensku

Home / Frettir og tilkynningar / Innflytjendur eiga að læra íslensku
Hjalti-O

Hjalti Ómarsson – Framkvæmdastjóri

Við höfum verið dugleg að leggja áherslu á þetta lykilatriði í umfjöllunum okkar undanfarna mánuði bæði á prenti og á vefmiðlum. Innflytjendur eiga að læra íslensku.  Ástæðan fyrir því að við kjósum að fara þessa leið til þess að vekja athygli á okkur og málefninu er sú að framundan er fyrirsjáanleg mikil aukning á erlendu starfsafli á íslenskum vinnumarkaði. Okkar markmið er að reyna að vekja athygli á því hversu mikilvægt það er að við tökum strax stöðu með tungumálinu og beinum þannig þeim sem hér ætla að búa í þann farveg að læra íslensku.

Það er mikilvægt fyrir samfélagið, vinnuveitendur og innflytjendur sjálfa að setja íslenskunám efst á baug. Að eiga góð samskipti er lykillinn að vellíðan og farsæld en jafnframt lykillinn að skilvirkum samskiptum fyrir vinnuveitendur.

 

Related Posts