Gleðifréttir frá Retor Fræðslu.

Home / Frettir og tilkynningar / Gleðifréttir frá Retor Fræðslu.

Í dag höfum við fært alla þjónustuna okkar yfir í fjarkennslu. Sumarönn hefst því á áætlun 6. Apríl.

Fjarkennslan verður í formi línulegrar og ólínulegrar dagskrár, eins og RÚV og Netflix, ef svo má segja. Kennslan fer fram í beinni útsending samkvæmt áætlun, þar fá nemendur lifandi kennslu og þátttaka verður eins og í kennslustofu. Að kennslustund lokinni fara allar upptökur í skýið. Þegar skýið hefur mótttekið og unnið úr upptökunni þá deilum við hlekk á þátttakendur með kennslustundinni. Þannig geta þátttakendur spólað aftur í efni sem þeim þykir mikilvægt. Umfram allt eykur þetta sveigjanleika þeirra sem ekki geta mætt í lifandi kennslu af einhverjum sökum. Við teljum að okkur hafi tekist að þróa sveigjanlegt og notendavænt umhverfi fyrir þátttakendur Retor Fræðsu á mjög stuttum tíma. Við færum okkur svo í staðbundna kennslu aftur þegar/ef tækifæri gefst.

Fyrirspurnir um námskeið þurfa að berast á retor@retor.is

Hlökkum til að sjá ykkur!

Related Posts