Á næstu dögum lætur Aneta Matuszewska af störfum sem skólastjóri hjá Retor Fræðslu. Hún hefur starfað óslitið hjá félaginu frá 2008. Þetta eru því vitaskuld mikil tíðindi og stórar breytingar fyrir Retor Fræðslu.
Aneta hefur sett allan sinn metnað og ástríðu í kennslu og frumkvöðlastarf í íslenskukennslu fyrir innflytjendur og er án nokkurs vafa brautryðjandi í starfinu. Hún hefur barist ötullega fyrir auknu aðgengi að íslenskukennslu og talað máli innflytjenda um mikilvægi þess. Meðfram kennslu hefur hún sérhannað námsefni, þjálfað tugi einstaklinga til kennslu og stýrt fræðsluhluta Retor af þeim krafti og skipulagshæfni sem fólk þekkir hana af svo eitthvað sé nefnt.
Starf Anetu í gegnum tíðina hefur verið ómetanlegt í íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Við hjá Retor munum halda verkum hennar hjá Retor hátt á lofti. Við segjum takk fyrir okkur og vonumst til að henni vegni sem allra best í nýjum og spennandi verkefnum.