Á myndinni eru Beata Czajkowska, verkefnastýra fyrirtækjalausna, Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu og Níels Sigurður Olgeirsson, Formaður MATVÍS.
Á dögunum gerðu Matvæla- og veitingafélag Íslands (MATVÍS) og Retor Fræðsla með sér tímamóta samstarfssamning. Markmið samningsins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli í matvæla- og veitingageiranum, auka skilvirkni í samskiptum erlendra félagsmanna við yfirmenn og stjórnendur ásamt því að bæta almenn samskipti starfsfólks og viðskiptavina.
Í því skyni mun Retor Fræðsla í samstarfi við MATVÍS stuðla að uppbyggingu og stefnumótunarvinnu í tengslum við að gera íslensku að leiðandi tungumáli meðal aðila og félagsmanna. MATVÍS er fyrirmyndarstéttarfélag sem kappkostar að gera íslensku að leiðandi tungumáli meðal félagsmanna sinna.
Þetta eru merkileg tímamót og við erum sannarlega stolt yfir því að hafa verið valin til að móta stefnu MATVÍS fyrir félagsmenn þeirra.