Á dögunum gerðu Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Retor Fræðsla með sér samstarfssamning.
Markmið verkefnisins er að hanna og framkvæma námsmat í pólsku til að meta þekkingu, leikni og hæfni nemenda til framhaldsskólaeininga. Retor Fræðsla tekur að sér að semja próf sem tekur mið af samevrópska matsrammanum fyrir tungumál. Með þessu fá pólskumælandi framhaldsskólanemar tækifæri til þess vinna sér inn á bilinu 5-20 námseiningar í pólsku.
Pólskumælandi framhaldsskólanemendur geta hér eftir treyst á að fá þekkingu sína metna til framhaldsskólaeininga hjá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Við erum þakklát fyrir tækifærið og ákaflega spennt fyrir því að leysa verkefnið og þróa það áfram í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Related Posts