Retor og Starfsafl hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslu. Samningur felur í sér að hvor aðili um sig kynnir þjónustu hins fyrir fyrirtækjum. Starfsafl hefur gert fjölda slíkra samninga við fræðsluaðila sem miðast að því að kynna þjónustu sjóðsins fyrir fyrirtækjum. Um er að ræða mikilvægan lið í því að tryggja fyrirtækjum íslenskukennslu hjá Retor.
Markmið Starfsafls er að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja. Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, aukinni framleiðni auk þess að styrkja samkeppnisstöðu þeirra.
Related Posts