Frábær árangur Mateusz Lis

Home / Frettir og tilkynningar / Frábær árangur Mateusz Lis
Mateusz Lis 2

Hér er Mateusz með viðurkenningu eftir að hafa lokið þátttöku á íslenskunámskeiði á stigi 1 á haustönn 2013

Mateusz Lis hóf íslenskunám hjá Retor Tungumálaskóli á Haustönn 2013. Hann hefur lagt hart að sér við íslenskunámið og tekið miklum framförum á þessum stutta tíma. Við fyllumst stolti yfir velgengni hans og glöddumst með honum þegar hann var kosinn leikmaður ársins á lokahófi knattspyrnudeildar Stál-úlfs sem haldið var á dögunum. Að okkar mati er hann frábær fyrirmynd og við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.

Mateusz Lis

Mateusz tekur á móti viðurkenningu frá formanni Stál-úlfs Algirdas Slapikas sem leikmaður ársins 2015

Við gleðjumst einnig yfir því að sjá samstarf Retor við Íþróttafélagið Stál-úlfur skila árangri. Hluti af markmiðum beggja aðila er að stuðla að heilbrigðri samþættingu og aðlögun íslensks samfélags og innflytjenda að hvort öðru. Að okkar mati er íslenska lykillinn að því að auka og viðhalda lífsgæðum þeirra sem ætla að búa og starfa á Íslandi og þess vegna bjóðum við m.a. þátttakendum í starfi Stál-úlfs íslenskunámskeið hjá Retor að endurgjaldslausu.

Til hamingju með árangurinn Mateusz

Related Posts