Á dögunum gerðu Retor Fræðsla og Bílaumboðið BL samstarfssamning um íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk félagsins.
Markmið samningsins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli í samskiptum við erlent starfsfólk. Ásamt því er markmið verkefnisins að auka gæði samskipta milli starfsmanna og viðskiptavina. Þannig leggjum við grunninn að því að erlent starfsfólk komist fyrr inn í íslenskt samfélag.
Við bjóðum BL þar með velkomið í glæsilegan og fjölbreyttan hóp fyrirtækja sem gert hafa stefnumótandi samning við Retor Fræðslu á undanförnum misserum. Við hlökkum til að sinna uppbyggingarstarfi með fyrirtækinu þegar kemur að íslenskunámi fyrir erlent starfsfólk fyrirtækisins.
Meginmarkmið samningsins er að gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustaðnum. Retor Fræðsla mun í samstarfivið BL stuðla að því að gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustaðnum.
Til að ná því markmiði tekur starfsfólk Retor að sér stöðumat, þarfagreiningu, kynningu á verkefninu og íslenskukennslu til að mæta þörfum starfsmanna og bílaumboðsins. Sérstök áhersla verður lögð á að íslenskir starfsmenn félagsins styðji við íslenskunám erlendra starfsmanna.
Óhætt er að segja að mikill metnaður hafi verið lagður í umgjörð verkefnisins hjá BL. Þetta er glæsilegur hópur og við hlökkum til samstarfsins.