Á dögunum tókum við að okkur smærra verkefni fyrir Varma/Glófa ehf. Verkefnið snérist að því að bjóða 5 erlendum starfsmönnum íslenskunám með það að markmiði að bæta starfstengda íslenskukunnáttu og auðvelda samskipti við samstarfsfólk. Verkefnið heppnaðist með eindæmum vel og við hjá Retor Fræðslu hlökkum til að starfa áfram með Glófa að því að gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustað þeirra í framtíðinni.
Glófi hefur verið leiðandi í þróun og framleiðslu á prjónaðri ullarvöru á Íslandi frá því að fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 1982 og framleiðir að mestu leyti fyrir sitt eigið vörumerki, VARMA, en einnig fyrir aðra hönnuði og fyrirtæki undir þeirra vörumerkjum. Þar má til dæmis nefna Cintamani, Farmers Market, Steini Design, Vík Prjónsdóttir, Volcap, Andrea by Andrea og Júniform. Við hvetjum áhugasama til kynna sér starfsemi þeirra með því að heimsækja vefsíðu þeirra með því að smella hér