Retor Fræðsla hefur frá stofnun árið 2008 sérhæft sig í að veita fullorðnum innflytjendum fjölbreytta framhaldsfræðslu ásamt því að þjónusta atvinnulífið. Markmið Retor Fræðslu er að skapa samstarf milli ólíkra aðila og tengja saman fólk í atvinnuleit, hagnýta fræðslu og atvinnulíf.
Aðeins um þróun verkefna
Retor hefur þróað sérhæft námsefni fyrir Vinnumálastofnun frá 2009. Helstu úrræði sem við höfum tekið að okkur að þróa fyrir innflytjendur í atvinnuleit eru: Samfélagsfræðsla, Atvinnuleit, Námstækni, Sjálfstyrking, Þjónustulund og Fyrirtækjarekstur ásamt íslenskukennslu á stigum 1-6. Þessi námskeið gagnast jafnframt fólki í vinnu en mikið magn hagnýtra upplýsinga um íslenskt samfélag er að finna í námsefninu. Markmið námskeiðanna er jafnframt að styrkja fólk og auðvelda því aðlögun að íslensku samfélagi.
Haustið 2015 fæddist fyrirtækjaþjónustan okkar. Markmiðið hefur verið að innleiða skýra stefnu um tilgang og notkun tungumálsins sem samskiptamáta ásamt því að auka aðgengi og tækifæri innflytjenda í íslensku atvinnulífi til að læra íslensku.
Tímabilið 2015- 2024 gerðu ríflega 40 fyrirtæki samstarfssamning við Retor Fræðslu með yfirlýst markmið um að bjóða gott aðgengi að íslenskukennslu á vinnustað: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, ISAL, Landspítalinn, Icelandair Hotels, Strætó bs, Subway á Íslandi, Dominos á Íslandi, Kynnisferðir, Vínbúðin, Mjólkursamsalan, B&L, Center Hotels, Hrafnista og Húsasmiðjan svo einhverjir séu nefndir.
Með skipulagðri, skilvirkri og markvissri íslenskukennslu er stuðlað að því að innflytjendur fái sanngjörn tækifæri til að vera virkir þátttakendur í fjölmenningarsamfélaginu, sem Ísland svo sannarlega er. Það er gríðarlega mikilvægt að fjárfesta í þeim mannauð sem falin er í þessum fjölbreytta hóp. Menntamálaráðuneytið styrkir íslenskukennslu fyrir innflytjendur. En um er að ræða einn af lykilþáttunum í tengslum við aðlögun og inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi.
Persónuverndarstefna Retor
Áætlun um viðbrögð við tilkynningu og kvörtun um einelti og kynferðislega áreitni
STARFSFÓLK
Starfsfólk Retor hefur það að markmiði að bjóða uppá jákvætt og uppbyggilegt viðmót í kennslustundum. Við kappkostum að ná til sem flestra og vekja athygli fólks á þeim verðmætum sem felast í hagnýtri þekkingu