UM OKKUR

Retor Fræðsla hefur frá stofnun árið 2008 sérhæft sig í að veita fullorðnum innflytjendum fjölbreytta framhaldsfræðslu ásamt því að þjónusta atvinnulífið. Markmið Retor Fræðslu er að skapa samstarf milli ólíkra aðila og tengja saman fólk í atvinnuleit, hagnýta fræðslu og atvinnulíf.

Aðeins um þróun verkefna

Retor hefur þróað sérhæft námsefni fyrir Vinnumálastofnun frá 2009. Helstu úrræði sem við höfum tekið að okkur að þróa fyrir innflytjendur í atvinnuleit eru: Samfélagsfræðsla, Atvinnuleit, Námstækni, Sjálfstyrking, Þjónustulund og Fyrirtækjarekstur ásamt íslenskukennslu á stigum 1-6. Þessi námskeið gagnast jafnframt fólki í vinnu en mikið magn hagnýtra upplýsinga um íslenskt samfélag er að finna í námsefninu. Markmið námskeiðanna er jafnframt að styrkja fólk og auðvelda því aðlögun að íslensku samfélagi.

Haustið 2015 fæddist fyrirtækjaþjónustan okkar.  Markmiðið hefur verið að innleiða skýra stefnu um tilgang og notkun tungumálsins sem samskiptamáta ásamt því að auka aðgengi og tækifæri innflytjenda í íslensku atvinnulífi til að læra íslensku.

Tímabilið 2015- 2024 gerðu ríflega 40 fyrirtæki samstarfssamning við Retor Fræðslu með yfirlýst markmið um að bjóða gott aðgengi að íslenskukennslu  á vinnustað: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, ISAL, Landspítalinn, Icelandair Hotels, Strætó bs, Subway á Íslandi, Dominos á Íslandi, Kynnisferðir, Vínbúðin, Mjólkursamsalan, B&L, Center Hotels, Hrafnista og Húsasmiðjan svo einhver séu nefnd.

Með skipulagðri, skilvirkri og markvissri íslenskukennslu er stuðlað að því að innflytjendur fái sanngjörn tækifæri til að vera virkir þátttakendur í fjölmenningarsamfélaginu, sem Ísland svo sannarlega er. Mikilvægt er að fjárfesta í þeim mannauð sem falin er í þessum fjölbreytta hóp. Menntamálaráðuneytið styrkir íslenskukennslu fyrir innflytjendur. En um er að ræða einn af lykilþáttunum í tengslum við aðlögun og inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi.

Persónuverndarstefna Retor

Áætlun um viðbrögð við tilkynningu og kvörtun um einelti og kynferðislega áreitni

Þjónustukönnun vegna ársins 2021

Þjónustukönnun vegna ársins 2022

Þjónustukönnun vegna ársins 2023

STARFSFÓLK

Starfsfólk Retor hefur það að markmiði að bjóða uppá jákvætt og uppbyggilegt viðmót í kennslustundum. Við kappkostum að ná til sem flestra og vekja athygli fólks á þeim verðmætum sem felast í hagnýtri þekkingu

71945114_10156635036268663_7588216371666747392_n
Hjalti Ómarsson

Framkvæmdastjóri

hjalti@retor.is

Beinn sími – 6623730

Photo 1
Anna Maria Kaczmarek

Skólastjóri og kennari

annamaria@retor.is

8220640

Kasia
Katarzyna Jasielska

Kennari

kasia@retor.is

5194800

Angelika Zając auglýsing
Angelika Zając

Umsjónarmanneskja móttöku og
skrifstofu

angelika@retor.is

8220640

Rut
Rut Einarsdóttir

Kennari

rut@retor.is

5194800

Oliwia mynd í auglýsingu
Oliwia Horodejczuk

Kennari

oliwia@retor.is

5194800

IMG_1615
Klaudia Gargas

Kennari

klaudia@retor.is

5194800

gudnythors (1)
Guðný Þorsteinsdóttir

Kennari

gudny@retor.is

5194800

Azra nýr kennari hjá Retor
Azra Crnac

Kennari

azra@retor.is

5194800

Petra
Petra Sigurbjörg Ásgrímsdóttir

Kennari

petra@retor.is

5194800

danilo
Danilo Navas

Kennari

danilo@retor.is

5194800

438069660_1146507983345202_7394257805622557778_n
Rúrí Sigríðardóttir Kommata

Kennari

ruri@retor.is

5194800

Okkur finnst mikilvægt að kennslan sé í senn skemmtileg, skilvirk og skipulögð en umfram allt áhugaverð. Í húsnæði okkar í Hlíðasmára 8 er að finna snyrtilega og heimilislega aðstöðu og hér bjóðum við nemendum ávallt heitt og gott kaffi eða te í hléum endurgjaldslaust.

Við leggjum afar mikið upp úr því að bjóða nemendum skólans upp á vinalegt, hlýlegt og afslappað andrúmsloft. Þetta eru allt mikilvægir þættir sem stuðla að því að hámarka árangur nemenda okkar.