FYRIRTÆKJALAUSNIR
Hjalti Ómarsson
Framkvæmdastjóri
hjalti@retor.is
Beinn sími: 662-3730
Markmið fyrirtækjalausna Retor Fræðslu er að þjónusta atvinnulífið. Við aðstoðum íslensk fyrirtæki m.a. við að innleiða skýra stefnu um tilgang og notkun íslenskunnar sem samskiptamáta á vinnustöðum með mörg tungumál. Við setjum okkur einnig markmið um að skapa heilnæma nálgun og umræðu um stöðu tungumálsins í þeim tilgangi að bæta almenn samskipti, auka virðingu fyrir ólíkum uppruna ásamt því að stuðla að jákvæðri og sterkri vinnustaðamenningu.
Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk er mikilvægur hluti af því ferli og það er sú þjónusta sem við sérhæfum okkur í að veita, ásamt ýmiss konar framhaldsfræðslu sem við bjóðum uppá og þróum í samstarfi við vinnustaði eftir hentugleika. Þjónustan okkar er fjölbreytt og nálgun okkar sveigjanleg.