FYRIRTÆKJALAUSNIR
Mikil tækifæri eru fólgin í þeim mannauð sem skapast á vinnustöðum þar sem samskipti eru til fyrirmyndar. Með góðum samskiptum eykst starfsánægja og því fylgir jafnari og betri framlegð í starfi, ásamt því að lágmarka kostnað sem hlýst af starsmannaveltu. Íslenskukennsla fyrir erlent starfsafl er mikilvægur hluti af þessu ferli og það er sú þjónusta sem við sérhæfum okkur í að veita ásamt ýmiss konar fræðslu sem við bjóðum uppá og þróum í samstarfi við vinnustaði eftir hentugleika.