UM OKKUR

Retor Fræðsla hefur frá stofnun árið 2008 sérhæft sig í að veita innflytjendum íslenskukennslu á stigum 1-6 en auk þess bjóðum við ýmis konar fræðslu á móðurmáli.

Haustið 2009 tókum við að okkur þróun sérhæfðs námsefnis fyrir Vinnumálastofnun. Helstu úrræði sem við höfum tekið að okkur að þróa fyrir innflytjendur í atvinnuleit eru: Samfélagsfræðsla, Atvinnuleit, Námstækni, Sjálfstyrking, Þjónustulund og Fyrirtækjarekstur ásamt íslenskukennslu á stigum 1-6. Þessi námskeið gagnast jafnframt fólki í vinnu en mikið magn hagnýtra upplýsinga um íslenskt samfélag er að finna í námsefninu. Markmið námskeiðanna er jafnframt að styrkja fólk og auðvelda því aðlögun að íslensku samfélagi.

Haustið 2016 lögðum við því upp með að fara af stað með þróunarverkefni sem við höfum frá þeim degi ætlað okkur að gera að opinberri stefnu stjórnvalda. Verkefnið fékk hið rökrétta vinnuheiti: Gerum íslensku að leiðandi tungumáli.

Þegar verkefnið var kynnt lágu viðbrögðin ekki á sér. Frá sept 2016-sept 2018 hafa m.a. eftirtalin fyrirtæki skrifað undir samstarfssamning við Retor Fræðslu með yfirlýst markmið um að gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustað: Landspítalinn, Icelandair Hotels, Strætó bs, Subway á Íslandi, Dominos á Íslandi, Kynnisferðir, Vínbúðin, Mjólkursamsalan, B&L og Húsasmiðjan svo einhverjir séu nefndir.

Við lítum svo á að með skipulagðri, skilvirkri og markvissri íslenskukennslu sé stuðlað að því að innflytjendur geti verið virkir þátttakendur í vel upplýstu fjölmenningarsamfélagi. Við teljum gríðarlega mikilvægt að fjárfesta í þeim mannauð sem falin er í þessum fjölbreytta hóp. Styrkir Menntamálaráðuneytis í íslenskukennslu fyrir innflytjendur eru máttarstólpar umræddrar fjárfestingar. Um er að ræða einn af lykilþáttunum í tengslum við aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi og jafnframt eitt af lykilmarkmiðum í starfsemi Retor Fræðslu.

STARFSFÓLK

Starfsfólk Retor hefur það að markmiði að bjóða uppá jákvætt og uppbyggilegt viðmót í kennslustundum sínum. Við kappkostum að ná til sem flestra og vekja athygli fólks á þeim verðmætum sem felast í mætti menntunar.

71945114_10156635036268663_7588216371666747392_n
Hjalti Ómarsson

Framkvæmdastjóri

hjalti@retor.is

Beinn sími – 6623730

Aneta
Aneta M.Matuszewska

Skólastjóri og kennari

aneta@retor.is

8220640

Beata-Czajkowska
Beata Czajkowska

Verkefnastýra fyrirtækjalausna og kennari

beata@retor.is

519 4800

83886623_544974679444868_2751508933473468416_n
Marzena Kozicka

Skrifstofustjóri

marzena@retor.is

8220640

Iza
Izabela Trojanowska
kennari

iza@retor.is

519 4800

Monika (65)_resized
Monika Kowalewska – leyfi
Aðstoðarkennari fyrirtækjalausna og kennari dagnámskeiða

monika@retor.is

519 4800

Nina1
Nina Slowinska

Kennari

nina@retor.is

Ewelina
Ewelina Osmialowska – leyfi

Kennari

ewelina@retor.is

julia
Julia Kubowicz

Kennari

julia@retor.is

Sylwia Terentiuk
Sylwia Terentiuk

Kennari

sylwia@retor.is

Ewa_profile
Ewa Koprowska

Kennari

ewa@retor.is

Okkur finnst mikilvægt að kennslan sé í senn skemmtileg, skilvirk og skipulögð en umfram allt áhugaverð. Í húsnæði okkar í Hlíðasmára 8 er að finna snyrtilega og heimilislega aðstöðu og hér bjóðum við nemendum ávallt heitt og gott kaffi eða te í hléum endurgjaldslaust.

Við leggjum afar mikið upp úr því að bjóða nemendum skólans upp á vinalegt, hlýlegt og afslappað andrúmsloft. Þetta eru allt mikilvægir þættir sem stuðla að því að hámarka árangur nemenda okkar.