UM OKKUR

Retor Fræðsla hefur frá stofnun árið 2008 sérhæft sig í að veita innflytjendum íslenskukennslu á stigum 1-6 en auk þess bjóðum við ýmis konar fræðslu á móðurmáli.

Haustið 2009 tókum við að okkur þróun sérhæfðs námsefnis fyrir Vinnumálastofnun. Helstu úrræði sem við höfum tekið að okkur að þróa fyrir innflytjendur í atvinnuleit eru: Samfélagsfræðsla, Atvinnuleit, Námstækni, Sjálfstyrking, Þjónustulund og Fyrirtækjarekstur ásamt íslenskukennslu á stigum 1-6. Þessi námskeið gagnast jafnframt fólki í vinnu en mikið magn hagnýtra upplýsinga um íslenskt samfélag er að finna í námsefninu. Markmið námskeiðanna er jafnframt að styrkja fólk og auðvelda því aðlögun að íslensku samfélagi.

Við lítum svo á að með skipulagðri, skilvirkri og markvissri íslenskukennslu sé stuðlað að því að innflytjendur geti verið virkir þátttakendur í vel upplýstu fjölmenningarsamfélagi. Við teljum gríðarlega mikilvægt að fjárfesta í þeim mannauð sem falin er í þessum fjölbreytta hóp. Styrkir Menntamálaráðuneytis í íslenskukennslu fyrir innflytjendur eru máttarstólpar umræddrar fjárfestingar. Um er að ræða einn af lykilþáttunum í tengslum við aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi og jafnframt eitt af lykilmarkmiðum í starfsemi Retor Fræðslu.

STARFSFÓLK

Starfsfólk Retor hefur það að markmiði að bjóða uppá jákvætt og uppbyggilegt viðmót í kennslustundum sínum. Við kappkostum að ná til sem flestra og vekja athygli fólks á þeim verðmætum sem felast í mætti menntunar.

Hjalti Ómarsson Framkvæmdastjóri
Hjalti Ómarsson

Framkvæmdastjóri

hjalti@retor.is

Beinn sími – 6623730

Aneta
Aneta M.Matuszewska

Skólastjóri og kennari

aneta@retor.is

8220640

Beata-Czajkowska
Beata Czajkowska

Verkefnastýra fyrirtækjalausna og kennari

beata@retor.is

519 4800

29498009_10208863577386455_8033387872176308224_n
Marzena Kozicka

Skrifstofustjóri

marzena@retor.is

8220640

Paulina-Wiszniewska
Paulina Wiszniewska

Verkefnastýra dagnámskeiða og kennari

paulina@retor.is

519 4800

Monika (65)_resized
Monika Kowalewska
Aðstoðarkennari fyrirtækjalausna og kennari dagnámskeiða

monika@retor.is

519 4800

Dominika
Dominika Majewska

Kennari

dominika@retor.is

Nina
Nina Slowinska

Kennari

nina@retor.is

Ewelina
Ewelina Osmialowska

Kennari

ewelina@retor.is

Sylwia Terentiuk
Sylwia Terentiuk

Kennari

sylwia@retor.is

Ewa_Koprowska_profile
Ewa Koprowska

Kennari

ewa@retor.is

Okkur finnst mikilvægt að kennslan sé í senn skemmtileg, skilvirk og skipulögð en umfram allt áhugaverð. Í húsnæði okkar í Hlíðasmára 8 er að finna snyrtilega og heimilislega aðstöðu og hér bjóðum við nemendum ávallt heitt og gott kaffi eða te í hléum endurgjaldslaust.

Við leggjum afar mikið upp úr því að bjóða nemendum skólans upp á vinalegt, hlýlegt og afslappað andrúmsloft. Þetta eru allt mikilvægir þættir sem stuðla að því að hámarka árangur nemenda okkar.