Opnunartímar í Sumar

Home / Frettir og tilkynningar / Opnunartímar í Sumar

Opnunartímar á skrifstofu Retor Fræðslu sumarið 2017 eru eftirfarandi:

19. júní – 22. júní 16:00-18:30

26. júní – 29. júní 12:00-15:00

LOKAÐ vegna sumarleyfa 30. júní – 13. ágúst

14. ágúst – 31. ágúst 10:00-19:00

Skráning á haustönn hefst 1. ágúst næstkomandi í síma 519 4800 eða á heimasíðu okkar retor.is/skraning

Við skiljum við kennslutímabilið 2016-2017 þreytt en jafnframt upplitsdjörf og stolt. Við gerðum samstarfssamninga við 17 samtök, stofnanir og fyrirtæki á umræddu tímabili. Eins og gefur að skilja er því annasamasti vetur í sögu starfseminnar í uppsiglingu.
 
Við hlökkum vitanlega gríðarlega til þess að halda áfram að skapa ný verkefni í bland við að sinna metnaðarfullum verkefnum samstarfsaðila okkar með haustinu. En þangað til ætlum við að halla okkur örlítið aftur í nokkrar vikur og njóta sumarsins. Við óskum þar af leiðandi fylgjendum okkar og samstarfsaðilum gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá ykkur fersk í ágúst.
 
Við gerum íslensku að leiðandi tungumáli!

 

Related Posts